Partager

Concurrence

Samkeppnismat OECD: Ísland

 

 English

Útgáfudagur date: 10 nóvember 

 

 

 

 

» Hlaða niður skýrslunni í heild

» Helstu atriði:  Íslenska •  English

 

Aðgerðir íslenskra stjórnvalda til að efla viðspyrnu hagkerfisins í kjölfar kórónuveirufaraldursins geta m.a. snúið að því draga úr óþarfa reglubyrði og efla virka samkeppni.  Samkeppnismat OECD á tveimur atvinnugreinum í íslenska hagkerfinu – bygginariðnaði og ferðaþjónustu – getur verið grundvöllur öflugrar viðspyrnu.

Í skýrslu OECD um samkeppnismat, sem unnin var í samvinnu við Samkeppniseftirlitið, eru gerðar 438 tillögur til breytinga á regluverki sem eru til þess fallnar að einfalda og regluverkið og gera það sveigjanlegra fyrir fyrirtæki starfandi í þessum tveimur greinum og stuðla að aukinni framleiðni, öflugri viðspyrnu og fjölda nýrra starfa.  

OECD áætlar að þær breytingar sem lagðar eru til í skýrslunni geti leitt til þjóðhagslegs ábata sem nemi um 200 milljónum evra á ári eða um 1% af landsframleiðslu Íslands.

Skýrslan verður birt 10. nóvember að viðstöddum Angel Gurría (framkvæmdastjóra OECD), Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur (ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra), Ásmundi Einar Daðasyni (félags- og barnamálaráðherra), Guðmundi Inga Guðbrandssyni (umhverfis- og auðlindaráðherra) og Páli Gunnari Pálssyni (forstjóra Samkeppniseftirlitsins).

 

WATCH LIVE! KYNNING Á NIÐURSTÖÐUM SAMKEPPNISMATS OECD

 

 

Bakgrunnur

Íslensk stjórnvöld gerðu á árinu 2019 samning við OECD um framkvæmd á samkeppnismati á því regluverki sem gildir um byggingariðnað og ferðaþjónustu. Verkefnið var unnið í náinni samvinnu við Samkeppniseftirlitið og fólst í yfirferð á því regluverki sem gildir um þessar tvær greinar með notkun gátlista OECD um samkeppnismat. Í heild voru 632 gildandi lög og reglugerðir yfirfarin sem leiddu í ljós 676 mögulegar samkeppnishindranir í regluverkinu. Þær reglur sem fólu í sér mögulegar samkeppnishindranir voru síðan metnar heildstætt m.t.t.t þeirra markmiða sem liggja þeim til grundvallar, mögulegra neikvæðra áhrifa á samkeppni sem af þeim leiða, alþjóðlegrar reynslu, sérstöðu Íslands og fræðaskrifa á sviði stefnumótunar í efnahagsmálum.

Samhliða vinnu við verkefnið voru haldin námskeið til að kynna aðferðafræði samkeppnismats fyrir sérfræðingum í íslenskri stjórnsýslu. 

 

Samkeppnismat OECD

Samkeppnismat OECD felur í sér greiningu á samkeppnishindrunum sem leiða af regluverki í þeim löndum þar sem ráðist er í verkefnið. Þær tillögur sem gerðar eru í kjölfar verkefnisins veita stjórnvöldum tækifæri til að efla samkeppni í hagkerfinu og auka hagvöxt til lengri tímaIn addition to Ísland.

Auk Ísland hafa, Túnis, BrasilíuMexíkóPortúgal (Vol I | Vol II), Grikkland, og Rúmenía ráðist í svipuð verkefni og um þessar mundir er unnið að samkeppnismati í  ASEAN löndunum í suð-austur Asíu.

Frekari upplýsingar um  gátlista OECD um samkeppnismat og skýrslur frá fyrri verkefnum

LINKS

Gátlisti OECD um samkeppnismat

Tillögur OECD um framkvæmd samkeppnismats 

Betra regluverk fyrir atvinnulífið – opinn fundur um samkeppnismat OECD 

Skýrsla OECD um samkeppnismat: Túnis 2023

Skýrsla OECD um samkeppnismat: Mexíkó: 2019

Önnur verkefni OECD í samkeppnismálum 

 

Documents connexes